Ólafur Björnsson eldsmiður

Home / Ólafur Björnsson eldsmiður
Ólafur Björnsson eldsmiður
Ólafur Björnsson eldsmiður
Ólafur Björnsson eldsmiður
Ólafur Björnsson eldsmiður
Ólafur Björnsson eldsmiður
Ólafur Björnsson eldsmiður

Ólafur Björnsson eða Ólafur einhenti eins og hann var jafnan kallaður var eldsmiður í Tálknafirði og víðar og einna helst þekktur fyrir að missa hendina vegna sprengikúlu frá franska hernum árið 1884.

Æviferill
• Ólafur Björnsson eldsmiður var fæddur að
Skógi í Rauðasandshreppi 17. júní 1858
(fyrir 145 árum). Dáinn 13. nóv. 1937 þá 79
ára að aldri.

Eiginkonur
• Fyrri kona Anna Jónsdóttir g.s. 8. nóv 1884
f. 21. ágúst 1862. d. 9. nóv. 1898 (36 ára).
• Síðari kona Bjarnveig Guðmunda
Bjarnadóttir g.s. 26.9.1909, f. 19.6.1888 ,
d. 19.7.1934 (46 ára).
Börn
• Börn af fyrra hjónabandi:
1. Ólafía Herdís f. 25.8.1886 d. 31.10.1953
2. Tofi Snæbjörn f. 18.9.1888 d. 4.4.1967
3. Jónína Guðrún f. 18.8.1890 d. 9.3.1964
4. Kristín f. 10.6.1892 d 12.12.1896.
5. Jóna Bjarney f. 9.4.1894 d. 22.2.1972
6. Ólafur Ágúst f. 6.8.1896 d. 29.12.1897
7. Ólafur Kristinn f. 1.3.1898 d. 6.12.1980
Börn
• Börn af síðara hjónabandi
1. Ólafur Bjarni f. 27.3.1911 d. 9.8.1979
2. Andrés Kristján Bjarni f. 22.2.1915 d. 25.5.1915
3. Anton f. 23.9.1916 d. 16.6.1965
4. Guðmundur Bjarni f. 15.5.1921 d. 24.2.2001
5. Þorleifur Viggó f. 15.5.1921 d. 19.9.1994
6. Lilja f. 11.1.1923, býr á Þórshöfn
7. Sigurjón f. 22.1.1926, býr í Kanada
Slysið
• Ólafur missti framan af vinstri hendi 7. júlí 1887
þá 29 ára.
• Samkvæmt frásögn úr Þjóðólfi sem gefin var út 5.8 1887
er lýsing á slysinu eftirfarandi:
• Úr bréfi úr Tálknafirði 21. f.m. “ 7. þ.m. vildi til
slys á Lambeyri við Tálknafjörð af sprengikúlu,
sem hafði fundizt þar út í haganum, frá
herskipunum. Maður að nafni Ólafur Björnsson
ætlaði að nota kúluna í sökku, og fór að eiga við
tappa í henni, en þá sprakk hún, og sundraði svo
vinstri hendinni á manninum, að eigi varð eptir
nema tæjur og mulin bein úr..
… Úr Þjóðólfi
.. miðhendinni; eitt brotið lenti og í auga mannsins.
Sex ára gamalt barn var hjá Ólafi; hafi eitt brotið
komið í höfuð barnsins og skaddaði mjög
höfuðkúpuna. Þetta var inni í húsi og varð
loptstraumur svo mikill að húsið ljek á reiðiskjálfi.
Læknirinn tók höndina af Ólafi, og er hann nú á
batavegi, og sömuleiðis barninu, sem fyrstu
dagana lá í dái, heldur að skána.”
Frásögn Jóns Ólafssonar bónda Hvammeyri
• Faðir Jóns, Ólafur Björnsson bóndi á Lambeyri var staddur úti á túni
ásamt heimilisfólki er hann heyrir sprengingu úr smiðju nafna síns.
Hann hraðar sér þangað og þegar hann kemur að smiðjunni kemur nafni
hans þar út. Hann heldur með hægri hönd um úlnlið vinstri handar, sem
blæðir úr, ávarpar nafna sinn og segir: “Svona er nú komið nafni”. Það
blæddi viðstöðulaust úr sárinu og þarna kunni enginn að stöðva
blóðrásina. Var þá sent eftir Johnsen skipstjóra á Suðureyri, en hann
kunni hjálp í viðurlögum. Honum tókst að stöðva blóðrásina.
• Davíð Scheving Thorsteinsson var þá nýkominn læknir að Brjánslæk á
Barðaströnd og fór Ólafur faðir Jóns og fleiri þangað að sækja lækninn.
Jón sagði að hnédjúpur snjór hefði verið á jörð. Slysið hefði gerst
snemma vors líklega í apríl, en ekki í júlí. Þeir voru sex klukkutíma á
leiðinni til Brjánslækjar.
Frásögn Jóns Ólafssonar framh.
• Þegar sendimennirnir koma á fjallsbrúnina ofan við
Brjánslæk er læknirinn á leið út í bát til þess að vitja
sjúklings, sem var úti í Flatey á Breiðafirði. Þeir kalla nú
af fjallsbrúninni og segja frá manninum, sem orðið hafði
fyrir slysi af sprengikúlu í Tálknafirði. Læknirinn snéri
sér nú umsvifalaust að því að fara til Tálknafjarðar, enda
var honum ekkert að vanbúnaði, þar eð hann var
ferðabúinn og með læknisáhöldin. Hann bjó um hönd
Ólafs og lét sjá til í tvo eða þrjá daga áður en hann hóf
frekari aðgerð. Þetta var hans fyrsta læknisstarf sem
héraðslæknir. Jón bóndi á Hvammeyri í Tálknafirði lýsti
þessum atburðum fyrir mér árið 1966 í boði á Gileyri.
• Kópavogi 17. Maí 1982 Guðmundur Bjarni Ólafsson
Lýsing á Ólafi Björnssyni gerð 30. apríl 1984 af
Guðmundi Bjarna
• Mynd á ég enga af föður mínum. Faðir minn var með
hærri mönnum á vöxt og vel limaður. Ennið var hvelft og
andlitið samsvaraði sér vel. Hár hans var grátt frá því ég
man eftir, enda kominn á sjötugsaldur þegar ég fæddist.
• Hann var talinn vel að manni, eins og alnafni hans Ólafur
faðir Jóns á Hvammeyri. Mig minnir að sagt hafi verið að
þeir nafnar hafi tekið upp fjögra vetra hest, þegar þeir voru
tólf ára gamlir. Faðir minn sagði að þeir hefður farið
þannig að: Þeir stóðu við sína hlið hestins hvor, tóku
saman höndum undir kvið hestsins og lyftu honum á milli
sín. Það var þeirra leikur og íþrótt.
Lýsing á Ólafi .. Framhald
• Mér var sagt af móður minni að faðir minn hafi getað kastað fram
stöku, en því hefur lítt verið á loft haldið.
• Þegar hann slasaðist hætti hann sjómennsku og snéri sér að smíðum,
einkum járnsmíði. Þá voru tæki til hjálpar fötluðum ekki til. Hann
varð því að bæta úr því með eigin hugkvæmni og framtaki. Orfið hans
var þannig að efri orfhællinn var ekki á orfinu, en í hans stað var ól
með sylgju á og spennti hann ólina um handlegginn. Í smiðjunni setti
hann hring á enda spottans sem hékk úr stönginni, sem notuð var til
þess að draga loft inn í fýsibelginn. Hringurinn var mátulegur til þess
að stinga stúfnum á framhandleggnum inn í, svo togaði hann í spottann
og loftið dróst inn í fýsibelginn.
Lýsing á Ólafi … framhald
• Pabbi heimsótti okkur Anton heitinn bróður að Laugabóli í
Arnarfirði. Þá var mamma dáin. Gæti hafa verið haustið
1934. Hann var þá á áttræðisaldri og gekk við staf og var
álútur. Við settumst í fjörusandinn innan við Reykhólinn
og horfðum á selina, sem syntu þar í sjónum. Þar var rætt
um ref og sel og hætti þessara dýra, sem pabbi þekkti vel.
Hann var eldsmiður, hitaði járnið í eldinum (aflinu) og
hamraði svo á steðjanum meðan var heitt. Neftóbak var sá
eini munaður er hann veitti sér. Vín þáði hann meðal vina
og þá í hófi.
Bréf Ólafs faktors og Davíðs Schevings
læknis 1935
Bréf Schevings, 20. júlí 1935.
• Ég sný mér nú til þín sem gamalts kunningja og vinar, með tilmælum um að
útvega mér nokkrar upplýsingar um Ólaf þann á Lambeyri, sem ég tók höndina
af forðum, fyrir 48 árum, eða árið 1887. Ég man að þetta var 1887, árið sem ég
flutti að Brjánslæk, en hafði sent öll hin stærri verkfæri mín sjóleiðis til
Flateyjar, að þaðan áttu þau að sækjast að Læk. En skipið, sem átti að flytja
þau til Flateyjar, var þá ekki komið þangað, og ég stóð því uppi nærri allslaus.
Ég ber alltaf á mér “Nolonteur-Forbindetaske”, sem þá var kölluð, með hníf,
skærum, sáratöng og þessháttar, en vantaði allt það stærra, t.d. amputationshníf,
sög o.fl. Jeg réðst þá í að nota vel brýndan fiskihníf og grindarsög, og
þetta gekk allt slysalítið. Johnsen á Suðureyri var aðstoðarmaður og einhver
annar, Þórar. Thorlacius, minnir mig, en ég man það ekki vel. Chlororform
hafði ég, og karbólasýru, sem þá var mikið notuð -suða á verkfærum þekktist
þá ekki.
• Ég man ekki hvað langt leið um þar til Ólafur komst á fætur, mig minnir að
mér væri sagt að hann hefði farið að bera við að róa á smáfisk þar í firðinum
eftir ca. 3 vikna tíma, eða jafnvel fyr, en þessar sögusagnir eru
æfintýrakenndar, -og vildi ég gjarna fá sannar fregnir af ef hægt væri.
Bréf Ólafs faktors og Davíðs Schevings læknis 1935
• Svarbréf Ólafs Jóhannessonar
• Þú biður mig í bréfi, dags. 20. júlí, þ.á., um upplýsingar “um Ólaf þann á
Lambeyri, sem ég tók höndina af forðum”.
• Þegar ég las þitt góða bréf, datt mér í hug kvæði Runebergs um Fänrik Stål:
“Jo, därom kan jag ge besked
om herrn så vill, ty jag var med”.
• Þar með er komið að efninu, því jeg var með, samt Johnsen á Suðureyri.
Svæfði jeg Ólaf, samkvæmt fyrirsögn þinni, því aldrei hafði jeg áður verið við
“operation”, svo þetta var í fyrsta sinn, sem jeg var notaður sem aðstoðarmaður
til að svæfa með “Cloraform”, en síðar gjörði jeg það svo tugum skifti, með
Tómasi Helgasyni og Sigurði Magnússyni, lækni hjer á Patreksfirði.
• Í maímánuði 1886, kom á Tálknafjörð franska herskipið “Dupleit” og skaut
kúlum á land. Man jeg eptir tveimur stærðum, var hin minni 5 cm. í þvermál
og að mig minnir 6″ á hæð. Voru á kúlunni tvær látúnsgjarðir og lítið op að
framan í mjórri endann og í miðju opinu var typpi, sem sprengdi kúluna þegar
við var komið. Stærri tegundin fannst inni á Botnaheiði, sem liggur milli
Tálknafjarðar og Haga á Barðarströnd. Var sú kúla af sömu gerð og hin, en
miklum mun stærri, því hylkið á henni, sem ekki var sprungið, vó ca. 50 pund.
Kom ein af þessum stóru kúlum í húshorn hjá bænum Norður-Botni og tók
stykki úr horninu.
Bréf Ólafs faktors og Davíðs Schevings læknis 1935
• Fundust brot úr fleri stórum kúlum, sem allar höfðu sprungið, eins fundust
margar smákúlur, en öllum var þeim fleygt í “saltan mar”, eptir að sjest hafði,
að þær voru ekki eins meinlausar og virtist fyrst í stað og eptir að læknirinn
(þú) hafði fyrirskipað að fleygja þeim í sjóinn, sem kynnu að finnast.
• Þá er að víkja að slysinu. Ólafur heitir maður Björnsson, Fæddur að Skógi í
Rauðasandshreppi. Í maímánuði árið 1886 var hann húsmaður á Lambeyri, var
hann til “sjós” um vorið á loggortu -svo voru nefnd þrímöstruð skip með
ráseglum (ekki þverseglum)- sem hét “María” og var eign Sig. Bachmanns
kaupmanns á Vatneyri og fleiri. Fór Ólafur af skipinu með slætti og kom heim
föstudaginn í 12. viku sumars (9. júlí). Þegar heim kom fiskaðist mikið á
Tálknafirði, var fjörðurinn fullur af síld og þorski og langar Ólaf mjög til að ná
í eitthvað af þessum gæðum, fer að svipast eptir veiðarfærum og finnur færi og
öngul en vantar þá sökku. Leitaði hann í ruslakassa, sem var í smiðju hans, er
var undir lofti á íbúðarhúsinu og finnur þar ofaná kassanum einkarhentugt efni,
sem var kúlan og hafði hún verið látin þar af krakka, sem fann hana í
svokölluðum “Hvammi” innanvert við Lambeyri. Tekur hann nú kúluna beygir
2 þumlunga nagla í oddinn og fer að rífa moldina upp úr hylkinu og ætlaði að
búa út keng. Áttu oddarnir að ná niður í hylkið og hugðist hann svo steypa
utanmeð.
Bréf Ólafs faktors og Davíðs Schevings læknis 1935
• Ólafur var nýbyrjaður að klóra moldina úr kúluopinu, en kom þá við typpið
með naglanum og sprakk kúlan. Varð sprengingin svo mikil að hurð opnaðist á
smiðjunni og gluggar sprungu, en hann vissi ekki af sér á eptir fyr en löngu
seinna. Var strax sent eptir lækni og kom hann fljótar en við mátti búast.
• Ég man glöggt að læknirinn hafði lítil áhöld og sérstaklega að hann hafði
engan skurðarhníf. Var því fiskihnífur tekinn, lagður á hverfistein og síðan
brýndur með heinbrýni og notaði læknirinn hann. Skar hann hringskurð um
úlnliðinn, þannig að í bein tók hringinn í kring í einu, þurfti ekki þarvið að
bæta, síðan sagaði hann beinið með sög, sem læknirinn hafði með sjer. Var sú
sög með nikkelhandfangi og bakkinn á blaðinu var einnig með nikkelhúð.
Dáðist jeg mest að þessu áhaldi, sem mjer leist best á af því sem ég sá þar af
verkfærum. Man jeg þetta sjerstaklega og spurði læknirinn seinna hvað svona
sög kostaði, nefndi hann upphæð, sem jeg ekki man hve há var, en sem mjer þá
fannst ekki í samræmi við getu mína, en mikil var aðdáun mín á þessu
verkfæri, ekki til að saga með lifandi manna bein, heldur spýtur og þesskonar
hluti.
Bréf Ólafs faktors og Davíðs Schevings læknis 1935
• Að þessu búnu var að finna slagæðarnar og binda fyrir þær, man jeg eptir að læknirinn
átti mjög bágt með að finna eina æðina, því Ólafur var orðinn svo blóðlaus, að æðin ljet
mjög lítð á sjer bera, þó lánaðist það að nokkrum tíma liðnum og var þá farið að teygja
hold og skinn framyfir beinstúfinn og sauma saman sárið. Gekk þetta mjög greitt, enda
voru öll handtök læknisins ákveðin og framkvæmd fljótt og vel, sem síðar sýndi sig.
• Ólafur lá í tvo mánuði, fyr fjekk hann ekki leyfis læknis til að fara á fætur, enda gat hann
það ekki sökum taugaóstyrks og blóðmissis. Í ágústmánuði kom “Dupleix” og kom þá
foringi skipsins til Ólafs og skoðaði kúlubotninn. Kannaðist hann við að kúlan væri frá
franska herskipinu, eptir merkjum sem voru á brotinu.
• Þegar kúlan sprakk í hönd Ólafs var þar staddur drengur, hjet hann Guðmundur
Davíðsson og var hann sonur Davíðs nokkurs Davíðssonar, sem bjó á Lambeyri,.
Kúlubrotið, sem eins og fyr er sagt var 5 cm. í þvermál og ca 1½ cm á þykkt, þarsem
það var þykkast hafði flagað inn milli skinnsins og höfuðbeinsins þannig að það hvarf,
þótt ótrúlegt kunni að sýnast og átti læknirinn mjög erfitt að ná því út og heyrði jeg
ýmsa segja að það hefði verið jafnmikið eða meira vandaverk, en að taka höndina af
Ólafi, enda var allt orðið bólgið kring um kúlubrotið þegar læknirinn kom og var búinn
að eiga við Ólaf, sem mest lá á að bjarga, þareð hann var að mestu meðvitundarlaus af
blóðtapi. Höfuðbeinið á drengnum var dældað, en óbrotið. Var hann um tíma utan við
sig en varð að mestu albata síðar.
Bréf Ólafs faktors og Davíðs Schevings læknis 1935
• Afrek læknisins í báðum þessum tilfellum voru lengi í minni höfð í Tálknafriði, aðallega
að hann skyldi geta framkvæmt allt með lítilli aðstoð og ljelegum húsakynnum.
• Ólafur byrjaði lítið eitt að vinna vorið eptir, reri hann til fiskjar einn á bát um vorið.
Hann bjó sjer út róðraband, svo ekki var að sjá annað álengdar, en að þar væri maður
með tvær hendur, svo sóttist honum vel róðurinn. Hann dró fisk á handfæri og brá
stúfnum fyrir, og sýndist ekki lengur að draga fiskinn en heilhentir menn. Einnig bjó
hann út kló, sem hann festi upp á stúfinn og með aðstoð hennar smíðaði hann bæði járn
og trje, enda var maðurinn mjög hagur.
• Foringinn af “Duplaix” gaf Ólafi þegar hann kom til hans 100 franka í gulli, síðar sótti
Erlendur Jafetsson, sem þá var hreppstjóri í Tálknafirði um styrk til franska
ræðismannsins í Reykjavík og fyrir hjálp hans fjekk Ólafur veitingu fyrir 100 franka
styrk árlega, meðan hann lifði. Hefur sá styrkur verið greiddur síðan en hækkaður upp í
300 franka á ári frá 1921 (1. jan. að telja).
• Jeg hef borið undir Ólaf Björnsson öll þau atriði sem jeg ekki mundi með fullri vissu og
kveður hann rjett frásagt í öllum greinum, sem hann man, er hann nú orðinn 79 ára og er
farinn að sljófgast, en þó ekki svo að einstök atriðum getur hann sagt frá furðu skýrt.
• Jeg hef skrifað þetta upp handa þjer og þínum, ef það gæti orðið til að gleðja þig
eitthvað, þegar þú hugsar um fornar endurminningar og afrek.
Bréf Ólafs faktors og Davíðs Schevings læknis 1935
• Bréf frá Scheving, 16. ág. 1935
• Jeg þakka þér kært fyrir þínar hjartfólgnu og ástúðlegu heillaóskir í tilefni af
gullbrúðkaupi okkar hjónanna. Þá þakka ég líka fyrir þínar ítarlegu upplýsingar um
Lambeyrarslysið. Að þú sjálfur hafðir verið með var ég búinn að steingleyma, mundi
bara að það var einhver djarfur drengur, hugrakkur og ekki fjasgefinn.
• Já, ég hef gleymt mörgu, meðal annars söginni, sem þú minntist á, -hún var höfð til að
saga t.d. fingur- bein og slíkt, mig minnti að jeg hefði notað grindarsög, en þar rugla jeg
líklega saman öðru svipuðu tilfelli. Í Dýrafirði kól mann til skaða á höndum, -á annarri
svo að kominn var þar í kolbrandur upp fyrir úlnlið og vel það, og ekkert annað að gera
en amputatis. Jeg stóð þarna uppi verkfæralaus, og eptir eins dags bið og ráðslag varð
það ofan á að kútta af framhandlegginn með fiskihníf, vel á lögðum og grindarsög,
hvortveggja snilldarlega brýnt af Gunnari Bachmann, sem þá var á Þingeyri. Það er
líklega þetta tilfelli sem í huga mínum ruglast saman vil Lambeyrar-slysið. Sem
curissum man ég, að Gram sálugi agiteraði fyrir sínum fiskihnífum eða mælti með þeim
með því að minna á að:
• “ta er ta sama sort som læknirinn skar hendin á manninn med”
• Vertubless -og heilsaðu öllum þínum
kæru frá mér!
Þinn gamli vin
• D.Scheving Thorsteinsson
Annað
• Fyrir nokkrum árum fannst viðskiftabók
Ólafs frá árinu 1906, þar sem fram koma
ýmsar upplýsingar um daglegt líf og starf.
• Bók þessi er góð heimild um Ólaf og
afkomendum hans dýrmæt.
• Eftirfarandi kemur fram í bókinni.
Viðskiftabók
• Framsíða
Úr dagbók-yfirlit
Bls. 1
Guðmundur Jónsson (oddviti) Sveinseyri.
Ár 1907 2 gánga Hest á járn 90 1,80
1 gáng skablajárn “ “ “ 1,80
1 Knal pinna 100 og Skráarviðgerð 1,40
frá Guðmundi Steinbítur 15 3,00
október 10,1908 eftirreikningi tilgóða 2,00
Desember 14, 1908 ávísun að Suðureyri2,00
Allt borgað 31. Desember 1908 5,00
1909. 2 Sperrubaulur 1 Þóttubaula
2 Þralkur 2 Tollur allt kr 2.00
Viðgerð á brennimarki 0,25 3 Skeifur 0,65
frá Guðmundi kontant 4,00
Úr dagbók
Bls. 41
Úr dagbók
Bls. 59
Úr dagbók
Bls. 58
Lífshlaup mitt
• Fæddur 1858 á Skógi við Rauðasand
• Flutti þaðan með foreldrum mínum 1859 að
Eysteinseyri Laugardalssóknar og var þar
þangað til árið 1881?, þá fluttum við móðir
mín með Guðmundi Sörenssyni að
Hjallatúni í Norðurbotni og vorum þar
húsmanneskjur í 2 ár.
Lífshlaup mitt
Árið 1883 flutti jeg að Lambeyri og giftist þar árið
1884 svo flutti jeg að Hóli árið 1889?? þar bjó jeg
í 14 ár svo flutti jeg þaðan að Jaðri og var þar
þurrabúðarmaður í 3 ár svo flutti jeg að Bakka
1906 í þurrabúðarstöðu og var þar í 2 ár.
1908 flutti jeg að Kvígindisfelli og var þar 1,5 ár svo
flutti jeg að Naustum og var þar til 9. mars 1910.
Lífshlaup mitt
Jeg giftist í annað sinn 26. seftember 1909
árið sem jeg var á Kvígindisfelli.
1910 flutti jeg að Hlíðarenda og var þar 3 ár.
10 ár var jeg á Nýjabæ (til 1923).
– Hér lýkur úrdrætti úr viðskiptabókinni.
Að lokum
• Til eru einhver gögn um líf Ólafs m.a. fyrrgreind
viðskiftabók, bréfaskriftir milli Davíðs Schevings
Thorsteinssonar læknis og Ólafs faktors
Jóhannessonar á Patreksfirði.
• Í fundargerðum Tálknafjarðarhrepps sem eru
varðveittar á skrifstofuna hér í Tálknafirði eru
einnig til heimildir um Ólaf. Þannig að verkefni
við söguskoðun eru næg fyrir ykkur að vinna að í
framtíðinni.
Að lokum
• Líf fólks fyrir einni öld var um margt ólíkt
nútímanum og getur verið að þetta yfirlit
vekji upp spurningar sem ekki fæst svör við
hér.
• Það er athyglisverð spurning hvernig
lífsafkoma fólks var tryggð eða möguleg,
sem lent höfðu í slysi eins og hér um ræðir.
Endir
Ólafur Björnsson
Ættarmót í Tálknafirði 28. júní 2003

In hac habitasse platea dictumst. Proin gravida semper elit ac sagittis. Aenean pellentesque, lorem at egestas facilisis, nisl erat hendrerit quam, a egestas eros massa at est. Pellentesque sit amet elit eu erat lobortis malesuada ut ac lectus. Vestibulum ante ipsum primis in faucibus orci luctus et ultrices posuere cubilia Curae; Sed vulputate mauris ut quam tincidunt fringilla. Morbi vitae sem tempus tortor convallis vulputate id nec neque. Nunc tristique dolor non ipsum fermentum, vel aliquet nibh feugiat. Aenean quis massa sed sapien maximus aliquet. Cras in tincidunt ligula. Duis urna elit, elementum ut nulla sit amet, bibendum consectetur velit. Nam malesuada augue nisi, vel interdum lectus dapibus nec.

Leave a Reply

Your email address will not be published.