Safn Egils Ólafssonar

Home / Safn Egils Ólafssonar
Safn Egils Ólafssonar
Safn Egils Ólafssonar
Safn Egils Ólafssonar
Safn Egils Ólafssonar
Safn Egils Ólafssonar
Safn Egils Ólafssonar
Safn Egils Ólafssonar
Safn Egils Ólafssonar
Safn Egils Ólafssonar
Safn Egils Ólafssonar
Safn Egils Ólafssonar
Safn Egils Ólafssonar
Safn Egils Ólafssonar
Safn Egils Ólafssonar

Á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti við Örlygshöfn er einstætt safn merkilegra muna frá sunnanverðum Vestfjörðum sem segja sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs. Þessir munir veita góða innsýn í lífsbaráttu fólks og þá útsjónarsemi og sjálfsbjargarviðleitni sem fólk varð að beita til að komast af við erfiðar aðstæður. Á safninu er að finna marga áhugaverða muni þar á meðal hattinn hans Gísla á Uppsölum og muni sem tengjast björgunarafrekinu við Látrabjarg 1947.

Minjasafn Egils Ólafssonar var stofnað 22. júní 1983 þegar Egill Ólafsson og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir ábúendur á Hnjóti gáfu Vestur-Barðastrandarsýslu safnið. Egill byrjaði ungur að safna og hélt því áfram til dauðadags. Hann vann ötult starf við að safna munum sem tengjast sögu sunnanverða Vestfjarða.

Leave a Reply

Your email address will not be published.